EclipSmart 10x42mm sólarhandsjónaukinn frá Celestron er frábær til að fylgjast með sólblettum og sólmyrkvum á einfaldan og þægilegan hátt. Innan í þeim eru sólarsíur svo sjónaukinn hentar eingöngu til sólskoðunar. Síurnar veita 100% vernd gegn útfjólubláu ljósi, 100% vernd gegn innrauðu ljósi, og síar burt 99,999% af styrk sólarljóssins.
Sólin er hvít og þægileg á að líta í gegnum handsjónaukann.
Handsjónaukinn uppfyllir ISO 12312-2:2015(E) öryggisstaðalinn.
VARÚÐ: HORFIÐ ALDREI Á SÓLINA ÁN VIÐEIGANDI HLÍFÐARBÚNAÐAR FYRIR AUGU. NOTIST ALLS EKKI EF SKEMMT. Notkun á skemmdum búnaði til sólskoðunar getur leitt til varanlegs augnskaða.