Sólarsjónaukar
Uppselt

Lunt Solar Systems

Lunt 40mm H-alfa sólarsjónauki

179.990 ISK
VSK Innifalinn



Lunt 40mm H-alfa sólarsjónauki er ómissandi viðbót í græjusafn stjörnuáhugamannsins. Þessi frábæri sjónauki sýnir lithvolf sólarinnar þar sem hægt er að sjá glæsilega sólstróka (sólgos) og sólbendla. Sjónaukinn hleypir aðeins í gegn rauðum bjarma vetnis-alfa linunnar í litrófi sólarinnar. Sólin er þess vegna rauðleit að sjá í gegnum sjónaukann. 

  • Sérstakur sjónauki til að skoða aðeins sólina
  • Fullkomlega öruggur, engin hætta á augnskaða
  • Sýnir sólstróka, sólbendla, sólflekki, sólbletti og ýrur á sólinni
  • Einfaldur í notkun - hentar byrjendum vel 

Innifalið:

  • Lunt 40mm H-alfa sólarsjónauki
  • TeleVue Sol Searcher miðari/leitarsjónauki
  • 4" Vixen festing með hefðbundnum skrúfgangi fyrir þrífót

Fylgihlutir sem mælt er með

Tæknilýsing:

  • Tegund sjónauka: H-alfa sólarsjónauki (656nm bylgjulengd)
  • Ljósop: 40mm
  • F/hlutfall: F/10
  • Brennivídd: 400mm
  • Bandsía: <0,7Å einstaflað <0,5Å tvístaflað (double-stack, sérpöntun)
  • Stærð á síu: 5mm, 6mm eða 12mm  (því stærri sem sían er, því stærra er sjónsviðið)

Sólin á ljósmynd sem tekin var með 40mm Lunt Solar Systems sólarsjónauka