Acuter Solarus-80 sólarsjónauki og stæði
Acuter Solarus-80 sólarsjónauki og stæði
Acuter Solarus-80 er 80mm sólarsjónauki með öruggri, innbyggðri sólarsíu. Sjónaukinn hentar fullkomlega til að skoða sólbletti og sólmyrkva. Með sjónaukanum fylgir einnig síuhjól sem gerir kleift að skoða sólina í mismunandi litum. Þá fylgir líka zoom-augngler og festing fyrir snjallsíma.
Acuter Solarus-80 uppfyllir ISO 12312-2:2015 staðalinn um síur til að skoða sólina.
Sjónaukinn kemur með rafdrifnu sólskoðunarstæði. Stæðið er sáraeinfalt í notkun og gengur fyrir átta AA-rafhlöðum. Á því er lítil myndavél sem ræsist þegar kveikt er á stæðinu. Myndavélin sér um að finna sólina strax og fylgja henni eftir.
Acuter Solarus-80 sólarsjónaukinn og stæðið henta þess vegna sérstaklega fyrir grunn- og framhaldsskóla, en líka byrjendur og lengra komna til að skoða sólina á öruggan og einfaldan hátt.
- Innbyggð sólarsía (hvítt ljós)
- Ljósop: 80mm
- Brennivídd: 400mm (f/5)
- Augngler: 5-16mm zoom-augngler, stillanlegt í 5mm, 10mm & 16mm stigum
- Stækkanir: x80, x40 & x25
- Miðari
- Snjallsímatengi
- Síuhjól með rauðri, gulri, blárri, grænni, appelsínugulri & ND síu
- 90º skáspegill
- Crayford-fókus
- 45mm Vixen-Type Dovetail festing með 1/4"-20 þrífótartengi
- Lengd sjónauka: 378mm
- Þyngd sjónauka: 1.75kg
- Þynd sjónaukastæðis og þrífótar: 4 kg
Share


