Baader Solar Continuum sían eykur skerpu og kontrast og dregur úr áhrifum ókyrrðar í andrúmsloftinu þegar sólin er skoðuð með AstroSolar sólarsíu eða Herschel prisma.
Solar Continuum sían er skrúfuð á augnlinsuna eða skáspegilinn og skilar grænni mynd. Græni liturinn er 540nm bylgjulengdin í sýnilega litrófinu sem augu okkar eru næmust fyrir.
Solar Continuum sían er frábær viðbót fyrir þau sem hyggjast ljósmynda sólina.