1
/
of
3
Bresser Nano AR-80/640 linsusjónauki + sólarsía
Bresser Nano AR-80/640 linsusjónauki + sólarsía
Regular price
36.990 ISK
Regular price
Sale price
36.990 ISK
Unit price
/
per
Taxes included.
Einfaldur en vandaður stjörnusjónauki fyrir yngsta stjörnuáhugafólkið frá þýska fyrirtækinu Bresser. Tilvalinn fyrir þau sem vilja skoða tunglið, reikistjörnurnar, björt djúpfyrirbæri og útsýnið í kringum okkur á daginn. Hentar líka til sólskoðunar því sólarsía fylgir með auk tengis til að taka ljósmyndir af tunglinu og sólinni með snjallsíma í gegnum augnlinsu sjónaukans.
- Sýnir vel gíga og fjöll á tunglinu
- Sýnir hringa Satúrnusar og skýjabelti og Galíleótungl Júpíters
- Sýnir björt djúpfyrirbæri eins og Sverðþokuna í Óríon og Andrómeduvetrarbrautina
- Kjörinn fyrir sólmyrkvann og til að skoða sólbletti á sólinni þess utan
Tæknilýsing
- Tegund: Linsusjónauki
- Stæði: Lóðstillt (mjög einfalt í notkun) á þrífæti úr ryðfríu stáli
- Ljósop: 80mm
- Brennivídd: 640mm
- F/hlutfall: 8
- Mesta gagnlega stækkun: 160x
- Leitarsjónauki: Punktmiðari
- Ein augnglinsa fylgir sem gefur 25x stækkun (26mm) - mælt með að kaupa eina til tvær aðrar linsur
- Sólarsía fylgir
- Snjallsímatengi fylgir
ATH! Sólarsían á ALLTAF að vera kyrfilega föst fremst á sjónaukanum þegar sólin er skoðuð.
Share


