Síur fyrir myndavélar til að taka ljósmyndir af sólmyrkvum og sólblettum. Í gegnum síuna er sólin appelsínugul á litinn.
Daystar Universal sólarsíurnar eru settar framan á linsuna. Auðvelt er að taka þær af fyrir almyrkva og setja aftur á þegar deildarmyrkvi hefst á ný.
Stærðir í boði:
ULF-50: Passar á flestar myndavélalinsur sem fylgja með DSLR vélum eða speglalausum. 50mm ljósop, passar yfir ytra þvermál 50-69mm.
ULF-50-2: Tvær síur í einum pakka. Passar á handsjónauka sem eru með 50mm ljósop, t.d. 7x50.
ULF-70: Fyrir linsur með 65-89mm þvermál. Passar á flestar ljósmyndalinsur sem taka við 77mm síur. Passar á marga algenga fugla- og útsýnissjónauka.
ULF-90: Fyrir linsur með 90-109mm þvermál. Passar á sjónauka og linsur með 80-90mm ljósop
Gott er að mæla þvermálið á linsunni til að finna rétta stærð. Ef þú ert óviss hvaða stærð þú átt að taka, sendu okkur þá endilega skilaboð og taktu fram umrædda linsu.
Hleypir aðeins tíu þúsundasta hluta sólarljóssins í gegn.