Seestar S50 snjallsjónauki
Seestar S50 snjallsjónauki
Væntanlegt í ágúst 2025.
Kannaðu undur alheimsins með Seestar!
Seestar S50 er snjallsjónauki með 50mm ljósop sem hentar áhugafólki á öllum aldri. Sjónaukinn er kjörinn fyrir alla fjölskylduna, fullkominn heima eða í sumarbústaðinn – og til að fylgjast með sólmyrkvum!
Sjónaukanum er stýrt með Seestar appinu fyrir snjallsíma og spjaldtölvur (ókeypis öpp, bæði fyrir iOS og Android). Seestar tekur myndir og/eða vídeó af fyrirbærinu sem þú beinir sjónaukanum að og myndirnar birtast í appinu. Hægt að nota að degi til líka til að taka myndir af næsta nágrenni.
Ekki er þörf á neinni þekkingu fyrir fram, hvorki á alheiminum né tækjabúnaði. Innbyggt Wi-Fi/Bluetooth og innbyggð hleðslurafhlaða.
Með sjónaukanum fylgir lítill carbon fiber þrífótur, taska og white-light sólarsía.
Ítarupplýsingar
- Tegund: Linsusjónauki / Snjallsjónauki
- Ljósop: 50mm
- Brennivídd: 246mm
- Brennihlutfall: f/2,4
- Rafhlöðuending: 6 klst
- Þyngd: 3 kg
Share




