Alhliða lithreinn linsusjónauki (APO) til að skoða sólina í H-alfa, sem og í stjörnuskoðun og stjörnuljósmyndun. Auðvelt er að breyta útfærslu sjónaukans. Hentar sömuleiðis vel til að taka ljósmyndir af sólinni.
Lunt 100mm alhliða sjónaukinn er einstök viðbót í græjusafn stjörnuáhugamannsins. Þessi framúrskarandi sjónauki sýnir lithvolf sólarinnar þar sem hægt er að sjá glæsilega sólstróka (sólgos) og sólbendla. Sjónaukinn hleypir aðeins í gegn rauðum bjarma vetnis-alfa linunnar í litrófi sólarinnar. Sólin er þess vegna rauðleit að sjá í gegnum sjónaukann.
Innifalið:
ATH! Kaupa þarf sérstaklega prisma ef breyta á sjónaukanum í útsýnissjónauka að degi til.
Tæknilýsing:
Sjónaukinn er til í tveimur öðrum útfærslum, með B1800 og B3200 H-alfa sólarsíum. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á þeim.