Lítill en öflugur, lithreinn linsusjónauki frá William Optics. ZenithStar 61 II APO inniheldur hágæða Ohara FPL-53 ED linsur sem skilar skýrri og skarpri mynd með lítilli sem engri litskekkju. Hentar því frábærlega í stjörnuljósmyndun sem og til að taka myndir og skoða fugla. Stutt brennivídd f/5.9 gefur vítt sjónsvið.
Sjónaukinn er mjög meðfærilegur og sáraeinfaldur í notkun. Kemur með Vixen festingu. Til í þremur litaútfærslum, rauður, gylltur, og geimgrár. Með tveggja hraða tveggja tommu fókus.
TÆKNILÝSING
Tegund: Lithreinn linsusjónauki (doubleet)
Brennivídd: 360mm
Ljósop: 61mm
Brennihlutfall: f/5,9
Fókus: 2" R&P fókus
Lengd: 245-315mm
Þyngd: 2,2 kg